Skóli hundsins fyrir traust samskipti
 
 
20180610_155456.jpg
 

Þjónusta Í boði


 

Grunnámskeið

Grunnnámskeiðið inniheldur 6 verklega tíma  og 4 í fjarnámi í gegnum zoom, og 5 bóklegir fyrirlestrar sem þið horfið á á netinu þegar hentar ykkur. 
Hægt að sjá hér tímayfirlit.

Sjá hundaakademian.is til að skrá sig á námskeið eða hafðu samband hér.

Framhaldsnámskeið

Fylgist með það er að hefjast námskeið 30. maí.

Hægt að sjá hér tímayfirlit.

Sjá hundaakademian.is til að skrá sig á námskeið eða hafðu samband hér.

Opnir Tímar

  1. klst

Opnir tímar eru tímar fyrir hunda og fólk sem vilja vinna saman og fá aðgengi að tækjum eða æfingum. Opnir tímar eru auglýstir hér og er hægt að skrá sig í tíma, mæta og fá að vinna undir leiðsögn þjálfara í því þema sem er unnið með í tímanum.

Tímar sem henta eigendum sem finnst gaman að hitta og eiga samskipti við aðra hundaeigendur. Einnig eigendur sem eru að taka sín fyrstu skref eftir grunnámskeið og hafa áhuga á fleiri fróðleiksmolum.

Skilyrði til að mæta í opna tíma er að vera búin með grunnámskeið á vegum HundaAkademíunnar.

Hægt er að kaupa stök skipti eða kaupa klippikort á hundaakademian.is

Einkatímar*

Þessir tímar henta eigendum sem vilja aðstoð með sérstök atriði í þjálfun.
Tímarnir eru einstaklingsmiðaðir.

Einkatímar geta verið fyrir þá sem

  • eiga við hegðunarvandamál.

  • þurfa ráð vegna þjálfunar.

  • voru að fá sér hvolp og vilja fá persónulegri þjónustu.

Hægt er að hafa samband Hér

Púerto Rico 2020

 

*Einkatímar eru til boða á Höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði, Ölfus og á Selfossi.

 
 
DSC01349.jpg
 
 

Um mig

Ég heiti Elísa Björk, ég er fædd í Reykjavík og alin upp í Kópavogi. Ég bjó í Kópavogi í 25. ár og gekk þar í grunnskóla og menntaskóla.
Árið 2011 fékk ég minn fyrsta hund sem hét Tinna. Hún var Border Collie og Siberian Husky blanda, hún var ótrúlega skemmtilegur hundur en lét fljótt á sér sjá hegðunarvandamál. Hérna byrjar áhugi minn á hundaþjálfun og hefur hann einungis bætt við sig.
Árið 2012 eignaðist ég svo draumahundinn minn sem var af tegundinni Alaskan Malamute. Sá hundur fékk nafnið Aría, hún átti eftir að kenna mér ótrúlega hluti og hún átti eftir að umbreyta viðhorfi mínu til þjálfunar og framtíðarstefnu.

Árið 2018 eignast ég hana Aþenu sem kom úr goti undan fyrri tíkinni minni henni Aríu. Þessi hundur átti eftir að sýna mér hvaða áhrif jákvæð þjálfun getur haft á hund. Hún kom í heiminn lítil og hrædd og átti lítið eftir að breytast fyrr en upp úr eins árs aldri.

Ég fer á námskeið með hana til HundaAkademíunnar og nú fyrir var ég búin að vera umdeildur eigandi hjá henni Heiðrúnu Klöru - alltaf með erfiða hunda og alltaf að leita ráða og ekki leist henni nýjasta teymið sem mætti á grunnámskeið hjá henni í júlí 2018. Áður en ég vissi af var ég komin í ferli til hennar að verða hundaþjálfari. Árið 2019 í október byrja ég í heimsprógrami hjá Karen Pryor Academy í USA.

20200514_215249.jpg

Júlí 2020 útskrifast ég sem hundaþjálfari frá KPA.
Ég lærði mjög mikið í náminu mínu sem felst í því að þjálfa með að merkja hegðun dýrs og styrkja. Tæknin snýst um að nota þjálfunaraðferðir sem eru byggðar á vísindalegum gögnum sem er undirstaða hegðun allra dýra (það á við menn einnig). Aðferðirnar sem við lærum eru byggðar á að merkja réttar hegðanir og styrkja. Rangar hegðanir eða óæskilegar hegðanir eru hunsaðar en í staðinn er unnið markvisst að því að sýna dýrunum hvaða hegðanir við viljum í staðinn.

Námið byggist á því að móta hegðanir frá grunni og byggja á því. Einnig var farið í að þjálfa það sem kallast “target” en það er að kenna hundinum að beita ákveðnum líkamspörtum og byggja á því fleiri hegðanir.
Einnig var farið yfir hvernig á markvisst að setja hegðanir upp og þjálfa þær þannig að hundurinn hafi getu til að framkvæma hegðanir í mismunandi aðstæðum.
Ég lærði hvernig ég á að búa til hegðanir og nota þær, hvernig ég get lesið í hundinn og hvernig ég get sýnt hundinum virðingu, samúð og umhyggju í færni minni sem þjálfari.

Námið er byggt á notkun klikkers til að merkja hegðanir og á vinnu með hundum en möguleikinn á náminu er mikill vegna þess að ein af kröfunum er að þjálfa aðra dýrategund.
Ég valdi mér hænu til að þjálfa og það var líklega eitt það erfiðasta sem ég tók að mér í náminu þar sem að þolinmæði spilar stórt hlutverk. Þetta voru fyrstu kynni mín við hænur og er ég glöð að segja að mér gekk vel að ná fram tilsettum hegðunum í hænunum sem ég tók að mér að þjálfa.

Mig hefur þótt mjög gaman að stunda útiveru með hundunum mínum og hef ég farið úr því að fara í fjallgöngu með í að hlaupa með hundana mína og hjóla. Þar hef ég kynnst dráttaríþróttum sem dæmi canicross, bikejoring og farið á sleða með mína hunda.

Þegar ég var komin áleiðis í náminu mínu kviknaði áhugi á hlýðni og fitness þjálfun.

Ég hef mikinn áhuga á hreyfigetu, formi, líkamsbeitingu og heilsu hunda.

IMG_1845.JPG

Nám

2022 Victoria Stilwell Training Academy
2020 Karen Pryor Academy CTP
Viðbótarnám:
2020 Bobbie Lyons - Strategies to teach pet dog fitness
2019 Lori Stevens - Dog fitness training
2019 Bobbie Lyons - Foundation fitness
2018 Claudia Fugazza - Do As I Do

 
IMG_1485.JPG

The Loyal Lady’s - Afhverju?

Aría bar ættbókarnafnið The Loyal Lady.
Nafnið hefur alltaf átt rosalega vel við hana og hennar persónuleika sem einkennist af því að vera dramatísk og sjálfstæð með lítið hjarta .
Ég hef haldið mikið upp á nafnið og hún er ástæðan fyrir því að ég fór í jákvæða þjálfun og gerðist hundaþjálfari því hef ég valið að nota þetta nafn sem einkenni mitt. Þetta er því allt hennar<3

✞ 6.mars 2023

 
 
20180610_155307.jpg
 

Mynda albúm


 
 

Hafðu samband

 

Hérna er hægt að panta þjónustu eða senda inn fyrirspurnir.